Fyrsti dagur í dalnum í dag

 

-Biggi Gauja formaður mættur með hamarinn

Nú er það hafið! Flutningur á mannvirkjum er hafinn inn í dal og uppbygging samhliða því. Birgir Guðjónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar fer fyrir liði vaskra manna sem vinna nú á hverjum degi fram að hátíð til þess að undirbúa dalinn fyrir eldhressa gesti sem láta ekkert stoppa sig á leið í Herjólfsdalinn ár hvert.

Drög að dagskrá er komin en hún verður ekki birt að svo stöddu. Einnig fengust fréttir af Þjóðhátíðarlaginu sem er á lokastigi og væntanlegt innan skamms í næsta útvarp nærri þér.....

Fréttir verða væntanlega daglega fram að Þjóðhátíð með myndum tilheyrandi af framgangi mála.

Deila á facebook