Hreimur Örn Heimisson, söngvari í hljómsveitinni Landi og sonum, semur þjóðhátíðarlagið í ár sem útsett er af Landi og sonum og hljóðblandað af Adda átta hundruð. Þetta er í fjórða skipti sem Hreimur tekur það verðuga verkefni að sér að semja þemalag Þjóðhátíðar. Lagið var tekið upp um helgina og er væntanlegt í spilun á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní næstkomandi.
„Það sem maður hefur svona helst í huga þegar maður semur þjóðhátíðarlag er að hafa það melódískt sem einmitt þetta lag er. Svo þarf maður líka að huga að því að meirihlutinn geti tengt sig við lagið og haft gaman af," svarar Hreimur spurður um hina fullkomnu formúlu að þjóðhátíðarlagi en Hreimur samdi eitt eftirminnilegasta þjóðhátíðarlag fyrr og síðar, Lífið er yndislegt árið 2001.
www.dv.is greindi frá