Bókanir í Herjólf ganga vel

 

Töluvert hefur verið um bókanir og fyrirspurnir í Herjólf fyrir Þjóðhátíðina í ár.  Dalurinn.is tók púlsinn á afgreiðslu Herjólfs og var hljóðið gott. Erfitt er að gefa út tölu um bókanir þar sem ekki er marktækt að sjá hver verður endanleg pöntun fyrr en nær dregur sumri. Þó er hægt að segja að viðtökurnar hafi verið mjög góðar.

Gistiheimili bæjarins eru strax farin að taka við bókunum, sum hver strax eftir Þjóðhátíð í fyrra. Smáauglýsingar á www.eyjar.net og í bæjarblöðunum Fréttir og Vaktin bera þess vott að gríðarleg eftirspurn er eftir leiguhúsnæði yfir hátíðina og ljóst að margir hyggja á Þjóðhátíð í stað utanlandsferða.

 

Deila á facebook