Land og synir spila á Þjóðhátíð

Einhverjir kannast við lagið "Lífið er yndislegt" og jafnvel nokkrir aðrir muna þá tilfinningu að syngja lagið með um 12.000 manna kór yfir verslunarmannahelgina. Þetta verður án efa endurtekið í ár þar sem hljómsveitin Land og synir mæta á svæðið og spila.
 

Hljómsveitin mun koma og spila eitt kvöld í Herjólfsdal en það verður á sunnudagkvöld.

Af öðrum fréttum þá er mikið bókað í næturferðir Herjólfs og er von á tölum fljótlega varðandi bókanir. Einnig hefur Flugfélag Íslands byrjað að bæta við flugferðum enda hefur áhuginn verði gríðarlegur og mun meiri en undanfarin ár...þrátt fyrir að árið í fyrra hafi verið mjög fjölmennt.

Deila á facebook