Breytingar á stóra sviði og sjoppum

Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að breyta uppsetningu stórasviðsins og búðanna töluvert þetta árið. Fyrsta breytingin er þess eðlis að sviðið færist meira í austur og stækkar því töluvert svæðið sem gestir hafa til þess að sitja.
 

Brekkan stækkar því umtalsvert og ætti það að auðvelda fólki að finna sæti á "góðum" stað og þurfa síður að fara enn ofar í brekkuna.

Önnur breytingin verður síðan sú að sjoppurnar verða dýpri og rýmri, auk þess sem yfirbyggingin verður ný. Nánari útfærslur af þessu er að vænta síðar.

Deila á facebook