Mjög mikið bókað í Herjólf

Það er óhætt að segja að bókanir gangi vel hjá Herjólfi fyrir þjóðhátíðina. Uppselt er í ferðirnar kl 12 og kl 19.30 bæði fimmtudag og föstudag. 24 sæti eru laus í 19.30 ferðina á miðvikudagskvöldi.
 
Einnig er tölvert búið að bóka í næturferðirnar. Þá hefur verið ákveðið í ljósi mikillar eftirspurnar að bæta við næturferð aðfaranótt laugardags. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 481-2800 eða inná herjólfur .is .
Deila á facebook