Nú þegar rúmar tíu vikur eru í þjóðhátíð er ekki úr vegi að líta yfir listann sem kominn er yfir þá skemmtikrafta sem að munu mæta í dalinn í ár. Fyrst ber að nefna Sálina hans Jóns míns.
Þá munu hljómsveitirnar Land og synir og Skímó koma til með að skemmta gestum. Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds líta við, sem og K.K og félagar. Einnig mun stórsöngvarinn Geir Ólafsson mæta og taka nokkur vel valinn lög. Það eru síðan fleiri fréttir væntanlegar innan skamms hér á dalurinn.is