Hratt fyllist í flug frá Rvk

Samkvæmt bókunarvef Flugfélag Íslands í morgun kemur í ljós stóraukið framboð af flugferðum þann 31.júlí og 3.ágúst(föstudag og mánudag) og nú þegar orðið fullt í margar ferðir.
 
Þann 31.júlí eru 5 vélar og fullbókað í 2 og fá sæti virðast vera til í hinar 3 ef marka má vefinn. Til að komast til baka mánudaginn 3.ágúst þá eru alls 10 vélar settar á áætlun og fullt í 5. Sem sagt mikið bókað í flug enda erfitt að komast til Eyja með skipinu miðað við gríðarlegan áhuga á Þjóðhátíð í ár.
Deila á facebook