Ego á leiðinni á þjóðhátíð

Þjóðhátíðarnefnd hefur samið við stórsveitina Egó um að troða upp á þjóðhátíðinni í ár. Einnig mun Bubbi Morthens semja þjóðhátíðarlagið í ár sem að Egó mun flytja. Það kemur í spilun nú í lok Júní.
 
Egó kemur fram á kvöldvöku á föstudagskvöldi og síðan strax eftir brennu munu þeir taka tveggja tíma prógram. Þá mun Bubbi einnig koma fram á sunnudagskvöldi. Fleiri fréttir af dagskrá þjóðhátíðar er að vænta á næstu dögum.
Deila á facebook