Páll Óskar mætir í dalinn

Það er okkur sönn ánægja að upplýsa um að vinsælasti DJ landsins er á leiðinni á þjóðhátíð 2009. Páll Óskar ætlar að halda uppi fjörinu á föstudagskvöldinu. Hann verður semsagt á kvöldvöku og svo aftur um klukkan 2 eftir miðnætti.
 
Einnig kemur Palli til með að skemmta börnunum á föstudeginum. Þá kemur Páll Óskar til með að halda uppi fjörinu á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöldinu.
Deila á facebook