Eftir brekkusöng Árna Johnsen á sunnudagskvöldinu mæta hinir vösku piltar úr Hjálmum á svið og munu sýna sig fyrir framan vel rúmlega 10.000 manns í brekkunni. Þeir munu koma fram ásamt Land og sonum sem og Skítamóral. Tjarnarsviðið skipar svo Dans á Rósum ásamt Tríkot en báðar þessar hljómsveitir eru úr Eyjum.