Nú er þjóðhátíðarlagið tilbúið til spilunar og verður frumflutt á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins á þriðjudaginn. Í ár er það enginn annar en Bubbi Morthens sem semur lag og texta og kemur Egó til með að sjá um fluttninginn.
Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki um hvernig lagið hljómar og ekki síður hvernig textinn komi til með að líta út. Lagið verður hægt að nálgast hér inná dalurinn.is. Einnig komum við til með að setja textann hér inná síðuna.