Á heimasíðu Flugfélags Íslands má glöggt sjá að bókanir í flug eru að slá öll met í flugsamgöngum yfir verslunarmannahelgina. Miðað við stóran flugflota og fjölda sæta er ljóst að þessi gríðarlegi áhugi á Þjóðhátíð birtist ekki bara í partyum og kaffispjalli, heldur bókar fólk sem aldrei fyrr í Herjólf og flug.
Föstudaginn 31.júlí eru 9 vélar fullbókaðar svo ferðin til Eyja virðist dreifast á fleiri daga en heimförin sem virðist nánast vera yfir línuna öll á mánudeginum 3.ágúst.