Það verða 3 eðal plötusnúðar sem munu sjá um stemninguna í Tuborg tjaldinu í Eyjum. Það verða þeir DJ Joey, Frigore og Andri Ramirez. Þessir DJ-ar munu spila tónlistina þína á meðan þú færð þér þinn mjöð og missir þig á dansgólfinu.
Joey D er fyrrum útvarpsmaður á Flass 104,5 og vann meðal annars DJ keppnina "Make Some Noise" sem haldin var á Rúbín fyrr á þessu ári, og hefur gert stormandi lukku á hvaða stað sem hann hefur spilað á. Joey er þekktur sem taktmikill plötusnúður og hefur oftar en ekki gripið í bongótrommu eða kúabjöllu í miðju showi svona rétt til að krydda þetta ennfrekar.
Hann spilaði á Benidorm síðasta sumar á 2 stöðum þar við góðan orðstír, þar á meðal á hinum þekkta Íslendingastað Jokers.
Joey hefur einnig hitað upp fyrir þekkta artista eins og Dave Spoon, Klaas, skvísurnar í Booty Luv og fleiri góða.
Frigore er útvarps- og starfsmaður á Flass 104,5 og er einnig í súpergrúbbunni Plugg´d. Frikki er gríðarlega mikill stemmningskall og er alltaf gaman að fylgjast með kappanum á bakvið spilarana. Frikki hefur einnig spilað á erlendri grundu, en hann tók 3 gigg á einni viku í Portúgal í fyrra, og fór einnig til Svíþjóðar að spila þar með Plugg´d. Frikki hefur einnig hitað upp fyrir fjöldann allan af DJ-um sem hafa komið hingað til landsins.
A. Ramirez 26 ára Akureyringur, hefur verið að spila siðan hann var 15 ára og hefur spilað á ófáum stöðum á landinu, rétt eins og Joey og Frikki, og gert glimrandi lukku hvar sem að hann stingur í samband. Hann er plötusnúður og pródúser, og hefur einnig verið að vinna mikið í sínu eigin efni uppá síðkastið.
Einnig hefur hann séð um að hita upp fyrir erlenda plötusnúða eins og Klaas & Dave Spoon.
Þeir félagar munu bjóða uppá allt það besta sem fyrirfinnst í danstónlistinni í Tuborg tjaldinu í ár, og jafnvel með dass af því allra besta úr Hip Hop heiminum og öðrum góðum hressleika.
Gleðin mun ráða ríkjum í Tuborg tjaldinu og verður þar standandi partý frá föstudegi til sunnudags frá kl 23-07 alla helgina!