Gleðilegt nýtt ár

Þjóðhátíðarnefnd sendir öllum landsmönnum óskir um gleðilegt nýtt ár. Við hyggjumst reyna að gera það eins gleðilegt fyrir ykkur og nokkur kostur er. Þá erum við að tala um með því að toppa síðustu þjóðhátíð, sem þó var einhver sú glæsilegasta í sögu hátíðarinnar.
 
Á næstu vikum og mánuðum munum við koma með fréttir hér inná síðuna um dagskrá næstu hátíðar. Einnig ýmislegt fréttatengt efni í tengslum við stærstu og flottustu fjölskylduhátíð Evrópu.
Deila á facebook