Þá er búið að ákveða hvað muni kosta á þjóðhátíð 2010. Mun miðinn einungis hækka um 1000,- kr. Það mun því kosta 11.900,- í forsölu og 13.900,- við hliðið. Annars er rétt að geta þess hér, að þjóðhátíðin verður sett föstudaginn 30. júlí í blíðskaparveðri.
Það er því um að gera fyrir alla þá sem ætla að skella sér á hátíðina frægu að fara að huga að fari til Eyja. Þjóðhátíðarnefnd er byrjuð að skoða dagskrána og leggja drög að fá bestu og vinsælustu skemmtikrafta landsins til Eyja um næstu verslunarmannahelgi.