Þá er rétt að fara að koma með fréttir af undirbúningi Þjóðhátíðar. Nefndin er á fullu að setja saman þétta dagskrá og á næstu dögum og vikum munum við henda því í loftið hér á dalurinn.is. Fyrsta bandið sem að við kynnum er hin stórskemmtilega sveit Buff.
Buff mun koma fram aðfaranótt sunnudagsins og einnig á kvöldvöku á sunnudagskvöldið. Það mun verða kynnt nánar síðar. Þá er rétt að benda á að bókanir hjá Herjólfi hefjast 3. maí svo að það er um að gera að hafa samband þangað þá til að tryggja sér far . Síminn á afgreiðslunni er 481-2800.