Byrjað að bóka í þjóðhátíðarferðir Herjólfs

 
Þá er loks hægt að panta sér ferð sjóleiðina á þjóðhátíðina og er það gert með því að smella hér. Rétt er að benda á að ekki verður heimilt í ár að fara á bílum og rútum inná tjaldsvæðið í Herjólfsdal. Þetta gildir um öll farartæki. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að fólk komi á farartækjum og leggi þeim inná tjaldstæðunum og hafi það sem aðstöðu fyrir sig og sýna. Þetta verður ekki leyft innan hátíðarsvæðis lengur. Er þetta meðal annars gert af öryggisástæðum.
 
Deila á facebook