Næsta band sem að við kynnum til sögunar á Þjóðhátíð er stórsveitin Dikta. Þá sveit þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Piltarnir hafa verið að gera allt vitlaust og hefur nýjasta plata þeirra, Get it together fengið fína dóma og mikla spilun á ljósvakamiðlum landsins.
Dikta stígur á stokk strax eftir flugeldasýningu aðfaranótt sunnudagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Dikta leikur á Þjóðhátíð því árið 2004 spiluðu þeir á Brekkusviðinu. Fleiri fréttir af þjóðhátíð eru væntanlegar fljótlega hér á dalurinn.is.