Stór þáttur af Þjóðhátíð er þjóðhátíðarblaðið sem að kemur út nokkrum dögum fyrir hátíð. Nú leitum við að pörum sem að kynntust á Þjóðhátíð og eru enn saman. Það er marg sannað að fjöldinn allur af hjónum og sambýlisfólki kynntust í dalnum þessa miklu gleðihelgi. Því þurfum við að setja einhverja tímalengd á þetta. Og varð úr að miða við 10 ár. Þ.e parið þarf að vera búið að vera saman að lágmarki í 10 ár. Eitthvað af pörunum verður svo dregið út til að fara í viðtal í þjóðhátíðarblaðið. Ef að þú kynntist maka þínum á þjóðhátíð endilega sendu okkur þá línu. Netfangið er
[email protected]