Dans á rósum og Tríkot verða á Tjarnarsviðinu

Þá kynnum við næstu bönd sem að verða á Þjóðhátíðinni 2010. Það eru eyjaböndin Dans á rósum og Tríkot. Þessi bönd koma til með að halda stuðinu uppi á Tjarnarsviðinu líkt og undanfarin ár. Einnig sér Dans á rósum um söngvakeppni barna.
 
Skráning í söngvakeppnina hefst í júlí og verður það auglýst nánar er nær dregur. Það má því búast við miklu stuði á litla pallinum í ár eins og svo oft áður.
Deila á facebook