Fjöldi með Flugfélag Íslands

Mikil bókun á sér stað þessa daganna í flug og skip. Hjá Flugfélagi Íslands þá voru bókanir mjög góðar enda styttist óðfluga í hátíðina. Á fimmtudag eru settar 3 vélar og voru örfá sæti laus.
 
Föstudaginn 30.júlí eru settar á áætlun 7 vélar, þar af var uppselt í 3. Á laugardag og sunnudag eru 2 vélar settar á og laust í báðar.
Mánudaginn 2.ágúst þá er mjög mikil bókun enda flestir á heimleið eftir fanta góða skemmtun. Settar hafa verið 13 vélar inn og þar af uppselt í 9 vélar.
Það stefnir því í enn eina stórhátíðina því yfirleitt hefur flöskuhálsinn verið Herjólfur sem verður farinn að sigla frá Landeyjarhöfn um miðjan júlí með mun fleiri ferðir.
Komum með fréttir af Herjólfi á næstu dögum.
Deila á facebook