Uppselt í 22 vélar á mánudag hjá Flugfélagi Íslands

Bókanir ganga mjög vel í flug og skip fyrir þessa Þjóðhátíð. Nýjustu fréttir af bókunum í flug koma ekki á óvart í kjölfar mikilla bókanna hjá Herjólfi. Fimmtudaginn 29.júlí eru 6 vélar á áætlun og uppselt í 3. Föstudaginn 30.júlí eru svo 11 vélar á teikniborðinu og uppselt í 9.
 
Metbókun virðist vera í uppsiglingu mánudaginn 2. ágúst frá Vestmanneyjum. Alls eru 24 vélar settar á dagskrá og þar af uppselt í 22 vélar. Á þriðjudeginum er svo uppselt í 2 vélar og 4 vélar á áætlun.
Deila á facebook