Mikið er við að vera í herjólfsdal þessa dagana. Spennan fyrir hátíðina er að magnast og fólk styttir sér stundir með því að koma og hjálpa til við undirbúning hátíðarinnar. Það er að mörgu að huga í framkvæmd svona stórrar hátíðar og gaman að sjá hversu margir eru til í að koma og veita okkur lið í uppbyggingunni. Meðal þeirra sem mættu í gær voru fyrirliðar meistaraflikka karla og kvenna í knattspyrnu. Sjá má fleiri myndir með því að smella á ,,nánar". Við hvetjum alla sem vetlingi geta valdið að koma og hjálpa til.