Gleðileg jól

Þjóðhátíðarnefnd óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þá vill þjóðhátíðarnefnd þakka sérstaklega öllum þeim sem að heimsóttu okkur á Þjóðhátíð um síðustu verslunarmannahelgi. Rétt er að benda á að Þjóðhátíð 2011 verður sett föstudaginn 29. júlí og er frídagur verslunarmanna mánudaginn 1. ágúst.
 
Þjóðhátíðarnefnd er nú þegar farin að leggja línurnar fyrir komandi hátíð og verða fréttir fluttar af því hér á dalurinn.is þegar að nær dregur hátíð.
Deila á facebook