Undanfarna mánuði hefur verið unnið að hönnun nýs Brekkusviðs í Herjólfsdal. Nú er þeirri vinnu lokið og búið að samþykkja í umhverfis og skipulagsráði. Í fyrra var jarðhæðin steypt upp og er hún 360 fm að stærð og í því rými eru sölubúðir, lager og almenningssalerni. Í síðasta áfanga sem unnin verður á næsta ári verður útlitsþátturinn á húsinu kláraður. Í hönnunarferlinu var leitast að því að hanna fullkomið verkfæri sem félli vel að umhverfinu. Leitað var til tæknifræðinga og landslags arkitektar við þessa vinnu. Þá komu tæknimenn einnig með sýnar athugasemdir, því mikilvægt er að hljóð, ljós og mynd komist vel til skila þegar verið er að framkvæma Þjóðhátíð og aðra viðburði sem kunna að verða til í dalnum við þessa miklu búbót.
Til að sjá myndina stærri er hægt að smella á hana.