Nýja Brekkusviðið í Herjólfsdal á eftir að verða bylting í uppsetningu Þjóðhátíðar. Nú þegar sjálfboðaliðum fækkar frá ári til árs er mjög mikilvægt að koma upp varanlegu sviði í dalnum. Jafnframt er reynt að gæta að því að þetta falli eins vel inní umhverfið og hægt er. Til að mynda verður þakið klætt með grasi og veggirnir verða með grjóthleðslu utan á. Hægt er að sjá fleiri myndir með því að smella á ,,Nánar".