Næstkomandi fimmtudag verður borgarafundur í Höllinni Vestmannaeyjum þar sem þjóðhátíðarnefnd mun fara yfir framkvæmd og framtíð Þjóðhátíðar. Auk þess verður dagskrá Þjóðhátíðar 2011 kynnt á fundinum.
Við hvetjum alla til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 20.00. Hægt er að sjá auglýsinguna með því að smella á myndina.