Vinna að komast á fullt við nýja sviðið

Nóg er við að vera í Herjólfsdal þessa dagana þó enn séu rúmir tveir mánuðir í Þjóðhátíð. Byrjað er að vinna við að steypa upp efri hæðina á húsið sem byggt var í fyrra. Það er semsé verið að steypa upp Brekkusviðið í dalnum. Einnig stendur til að ráðast í úrbætur á fleiri stöðum í dalnum. Þær framkvæmdir verða kynntar síðar, en allt miðar þetta að því að hafa svæðið eins og best verður ákosið er kemur að Þjóðhátíð. Ljósmyndari síðunnar brá sér í dalinn í gær og smellti nokkrum myndum. Hægt er sjá þær með því að smella á ,,Nánar".
 
 
 
 
Svona kemur byggingin til með að lýta út þegar hún verður fullbúin á næsta ári.
 
Deila á facebook