Viltu vinna miða á Þjóðhátíð?

Að sjálfsögðu viltu það. Þessi spurning er í sjálfu sér óþörf. Þannig að við mælum með að allir Þjóðhátíðarþyrstir einstaklingar smelli sér inn á 
Facebook síðu Þjóðhátíðar (www.facebook.com/thjodhatid ), smelli á "Miðaleikur Þjóðhátíðar" og taki þátt í ákaflega einföldum og hressandi leik.
 
 
Þessi Facebook síða Þjóðhátíðar er semsagt opinber Facebook síða hátíðarinnar bæði í ár og um aldir alda, og, í þeim skilningi, sú eina rétta. Inn á þessa einstöku síðu verður svo dælt fréttum af hátíðinni og öllu henni tengdu, sem og leikjum, ljósmyndum og vídeóefni.

Lífið er yndislegt. Verið með puttann á púlsinum. Fylgist með.
 
Deila á facebook