Laust í ferðir Herjólfs í dag, sunnudag

Laust er í allar ferðir Herjólfs í dag, sunnudag frá Landeyjarhöfn. Það er því um að gera að skella sér yfir til Eyja og ná síðasta kvöldinu á Þjóðhátíð 2011 og sjá marga af bestu listamönnum landsins á glæsilegasta sviði landsins. Meðal þeirra sem troða upp á nýja sviðinu í kvöld er Egill Ólafs, Ragga Gísla, Andrea Gylfa, Buff, Bubbi og að ógleymdum brekkusöngnum. Rás 2 mun senda beint út frá tónleikum kvöldsins.
 
Deila á facebook