Forsala á Þjóðhátíð 2012 er hafin!

Nú er hægt að panta miða í Dalinn í forsölu. Verð í forsölu er 13.900 kr til og með 10.apríl.

Sú nýjung er í boði núna að hægt er að panta í valdar ferðir með Herjólfi og einnig gistingu. Gistingin sem er í boði er þrískipt:
 
  • Boðið er uppá gistingu í Eimskipshöllinni í tveggja manna kúlutjöldum. (Tjöld á staðnum) Eimskipshöllin er staðsett við hliðina á hátíðarsvæðinu. Gistingin gildir í fjórar nætur. Opnar klukkan 18 á fimmtudegi og lokar á hádegi á mánudegi. Ekki er heimilt að vera fleiri en tvö í hverju tjaldi. Hentar vel fyrir pör. Ekki eru dýnur eða svefnpokar inní tjöldunum. Gæsla er í húsinu allann sólahringinn. Engin ábyrgð er borinn á verðmætum. Verð 20.000 krónur per tjald (max 2 í tjaldi)
     
  • Kvennagisting: Boðið er uppá kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins. Um er að ræða svefnpokapláss þar sem viðkomandi þarf að taka með sér svefnpoka og dýnu. Gistingin gildir í fjórar nætur. Opnar klukkan 18 á fimmtudegi og lokar á hádegi á mánudegi. . Gæsla er í húsinu allann sólahringinn. Engin ábyrgð er borinn á verðmætum.Verð 10.000 krónur per svefnpláss
     
  • Karlagisting: Boðið er uppá kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins. Um er að ræða svefnpokapláss þar sem viðkomandi þarf að taka með sér svefnpoka og dýnu. Gistingin gildir í fjórar nætur. Opnar klukkan 18 á fimmtudegi og lokar á hádegi á mánudegi. . Gæsla er í húsinu allann sólahringinn. Engin ábyrgð er borinn á verðmætum.Verð 10.000 krónur per svefnpláss
Núna við opnun á forsölu er hægt að greiða fyrir pöntun með greiðslukorti eða millifærslu, jafnframt er unnið að því að hægt sé að panta og dreifa greiðslum með kortaláni frá Valitor (verður tilkynnt sérstaklega þegar það er klárt)
 
Deila á facebook