Ernir byrjar sölu á Þjóðhátíð

Flugfélagið Ernir hefur hafið sölu á flugi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Nú þegar hefur myndast töluverð eftirspurn og hefur verið bætt við fjölda fluga bæði á föstudeginum 3. Ágúst og mánudeginum 6. Ágúst.Fyrirhugað er að bæta við enn fleiri flugum eftir því sem eftirspurn verður meiri og sér Flugfélagið Ernir fyrir að geta bætt við milli 30-40 flugum í viðbót við það sem nú þegar er komið í sölu.

 

Hægt er að bóka flugið um verslunarmannahelgina til Eyja á ernir.is og er fólk hvatt til að vera tímanlega í bókunum.

 
Deila á facebook