Hljómsveitin
HAM mun koma á Þjóðhátíðina í ár. Þeir drengir hafa gert garðinn frægann allt frá árinu 1988. Þeir lögðust svo í dvala árið 1994 en komu svo aftur fram á sjónarsviðið 2001 og svo aftur 2008. Hljómsveitin var brautryðjandi í spilun þyngra rokks á Íslandi. Mikil tilhlökkun verður að sjá HAM í fyrsta skipti í Herjólfsdal á sviði.