Ronan Keating á Þjóðhátíð

Þjóðhátíðarnefnd kynnir Ronan Keating ásamt 10 manna hljómsveit á Þjóðhátíð 2012. 

Ronan sló fyrst í gegn sem aðalsöngvari Boyzone og hóf síðar sólóferil sem spannar 9 plötur sem selst hafa í 22 milljónum eintaka. Af hans þekktustu lögum má nefna “When You Say Nothing At All” úr kvikmyndinni Notting Hill og smellinn “If Tomorrow Never Comes

 

 
 Þjóðhátíðarnefnd er gríðarlega ánægð með að Ronan Keating sjái sért fært að skemmta þjóðhátíðargestum í Herjólfsdal og hver veit nema fleiri erlendir listamenn láti sjá sig á næstu árum.

Það er Björn Steinbekk sem hefur milligöngu um samninga við Ronan Keating fyrir þjóðhátíðarnefnd.

Hægt er að nálgast miða á Þjóðhátíð hér.

 

 

 

 
Deila á facebook