Þar sem hjartað slær

Rokkkórinn Fjallabræður mun eiga Þjóðhátíðarlagið í ár og mun kórinn flytja það ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja. Fjallabræður hafa komið fram á Þjóðhátíð síðustu tvö ár og hafa gert allt vitlaust í dalnum. Það er því mikil ánægja að geta tilkynnt Þjóðhátíðargestum þessar gleði fregnir.
Enn er verið að vinna að laginu en það mun hljóma í eyrum landsmanna fljótlega og mun það bera nafnið "Þar sem hjartað slær"
 Nú er um að gera að skella sér á miða í dalinn.
 
Deila á facebook