Á miðnætti aðfaranótt föstudagsins 1. júní verður ekki lengur möguleiki að kaupa miða með greiðsludreifingu fyrir Þjóðhátíð í Eyjum 2012.
Þetta er gert sökum þess að nú styttist óðfluga í hátíðina og ekki nema tveir mánuðir til stefnu. Um að gera að nýta sér þennan möguleika á meðan hann er í boði og skella sér á miða í dalinn og dallinn.