Nú ekki fyrir löngu kom hann Halldór Gunnar frontmaður Fjallabræðra til Vestmannaeyja til að leggja loka hönd á þjóðhátíðarlagið 2012. Hann ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja voru önnum kafin við upptökur þegar Þjóðhátíðarnefnd mætti í stúdíóið til þess að fylgjast með gangi mála. Einnig var Halldóri Gunnari gefinn þjóðhátíðarbolur ársins en hann fer í sölu á næstu dögum.
Mikil eftirvænting er fyrir þjóðhátíðarlaginu í ár og verður það frumflutt í lok júní.