Buff ásamt gestum

Þá er það komið á hreint að Buff mun mæta á Þjóðhátíð og ekki nóg með það heldur taka þeir með sér elítu tónlistarmanna á Íslandi. Engir aðrir en þeir Björgvin Halldórsson og Eyþór Ingi munu stíga á stokk með þeim meisturum.
 
Það er ekki annað hægt en að gleðjast yfir þessum fréttum því Buffið er eitt best spilandi band landsins og þegar þeir taka sig til er ekkert sem stoppar þá. Þessum mönnum er ekkert heilagt þegar kemur að því að skemmta fólki og þess vegna er óhætt að lofa geðveiku show-i.
 
Ekki hika og drífðu miðakaupin af.
Deila á facebook