Ingó og Veðurguðirnir á þjóðhátíð

 Það er óhætt að segja að ekki verði lítið stuðið þegar Ingó og Veðurguðirnir stíga á stokk á Þjóðhátíð í eyjum. Þeir hafa gert það gott síðastliðin ár með mörgum slögurum. Þar má helst nefna "Bahama" og "Ef ég ætti konu" ásamt mörgum öðrum slögurum.
 
 Þó svo að þjóðin öll þekki bandið vel, er ekki laust við það að Vestmannaeyingar gleðjist því mikil stemning hefur myndast á böllum þeirra stráka hér í eyjum og ekki skemmir það fyrir að hann Ingó sjálfur ættaður úr eyjum.
Deila á facebook