Nú er biðin nánast á enda. Á þriðjudaginn verður Þjóðhátíðarlagið 2012 frumflutt. Þjóðhátíðarnefnd hefur borist lagið í hendur og eru þeir hæstánægðir. Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja flytja þjóðhátíðarlagið í ár sem heitir "Þar sem hjartað slær". Forsöngvari er Sverrir Bergmann. Lagið er eftir Halldór Gunnar Pálsson og textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson. Magnús semur einmitt
þetta lag sem tekið var á síðustu Þjóðhátíð.