Þjóðhátíðar lagið 2012 "Þar sem hjartað slær" í flutningi Fjallabræðra hefur slegið rækilega í gegn en um 30 þús. manns hafa hlustað frítt á lagið á netinu. Bæði á Síðu þjóðhátíðar www.dalurinn.is og www.youtube.com. Höfundur lagsins Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri er hæstánægður með árangurinn og segist ekki hafa órað fyrir velgengni lagsins.
Nú er svo komið að lagið er í 5. sæti á www.tónlist.is og 15. sæti á Rás2 og er rísandi á báðum listum.
Einnig er hægt að hlusta á lagið hér til vinstri ásamt því að ná í bæði grip og texta á www.guitarparty.com