Veðurspá góð fyrir Þjóðhátíð.

Norska vefsíðan yr.no spáir hæglætisveðri á Þjóðhátíð.  Spáin er svona hæg breytileg átt og hugsanlega gætu örfáir dropa dottið en úrkoma þó lítil sem engin.  Þá er accuweather einnig að breyta sinni spá og spáir nú vel fyrir sunnudaginn.  Rétt er að taka það fram að þetta eru auðvitað langtímaspár og í raun lítið mark á þeim takandi.  Þannig má geta að accuweather spáir 25 daga fram í tímann þannig að þeir búa yfir mikilli spádómsgáfu.  Eitt er víst hvað sem öllum veðurspám líður að gleðin verður allsráðandi á Þjóðhátíð, það er ekki spá það er öruggt.

 
 
Deila á facebook