GuitarParty opnar prófanir á PartyMode

Íslenski vefurinn Guitarparty.com opnaði í dag fyrir prófanir á nýjum farsímavef sem ætlaður er fyrir söng- og gítaráhugafólk, p.guitarparty.com. GuitarParty hefur lengi boðið notendum upp á að búa til söngbækur til úprentunar, en hefur núna gengið skrefinu lengra og gert söngbækurnar rafrænar.
 
Eitt partý
“Verslunarmannahelgin er venjulega sú helgi sem flestir búa til söngbækur hjá okkur og því tilvalið að nota hana til að kynna nýja kerfið og kanna hvað það þolir.” Segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri GuitarParty.com, um tímasetningu opnunarinnar. “Þar fyrir utan er Brekkusöngurinn á Þjóðhátið í Eyjum eitt stærsta gítarpartý landsins og því augljóst að nota PartyMode til að taka brekkusönginn á næsta stig, enda kerfið þannig hannað að þegar stjórnandi er skráður inn á kerfi, þá sjá allir sama lagið í einu og enginn þörf á að fletta í söngbókum eða eyða tíma í að leita að því á mobile vefjum.”
 
“Frábær viðbót”
“Við vorum að leita leiða til að gera eitthvað nýtt og öðruvísi með Brekkusönginn í ár og vorum stórhrifnir þegar við sáum hvað hægt er að gera með textana á netinu í dag. Á meðan Brekkusöngnum stendur munum við senda út alla textana við lögin sem flutt verða á sviðinu, en fram að þeim tíma geta gestir Þjóðhátíðar, sem og gestir annarra hátíða, notað kerfið að vild. Þetta verður frábær viðbót við flóruna á Þjóðhátið í ár.” Sagði Haraldur A. Karlsson verkefnastjóri Þjóðhátíðar.
 
Stærsta gítarpartý í heimi?
Skemmtilegustu partýin eru þau þar sem góðir gítarleikarar koma saman með fólki sem hefur gaman að því að syngja, og að því leyti er GuitarParty.com stærsta gítarpartý á Íslandi og með tilkomu PartyMode verður enn auðveldara fyrir fólk að syngja og spila saman á gítar. Fyrirtækið er með margt á prjónunum til að festa vefinn enn frekar í sessi sem stærsti og besti gítarvefur í heimi og hefur m.a. nýlega opnað gítarkennslu á netinu þar sem myndbönd
og nýstárlegt notendaviðmót er notað til að auðvelda nemandanum námið.
 
Um GuitarParty.com
GuitarParty.com er fjögurra ára gamalt fyrirtæki sem var upphaflega stofnað upp úr áhugamáli tveggja félaga úr Háskóla Íslands. Vefurinn hefur tvöfaldað sig á hverju ári frá stofnun í fjölda notenda talið og hlaut nýlega styrk frá Tækniþróunarsjóði til áframhaldandi þróunar á nýrri tækni.
 
Nánari upplýsingar gefur
GuitarParty.com / Þríhöfði ehf
Kjartan Sverrisson, Framkvæmdastjóri
S: 897 2099
Deila á facebook