Mjög góð sala hefur verið að sunnudagspössum á Þjóðhátíð og er verið að prenta aukaupplag af miðum sem stendur, enn eru fáanlegar ferðir fram og til baka á sunnudeginum með Herjólfi hér á dalurinn.is.
Eins og áður hefur komið fram hefur Þjóðhátíðarnefnd sett í sölu miða í dalinn á laugardeginum ásamt ferðum til eyja með Herjólfi kl. 13.00 og 16.00 og frá eyjum til Landeyjarhafnar kl. 06.00 á sunnudagsmorguninn.