Forsala á Þjóðhátíð 2014 hófst með látum í morgun. Mikil ásókn hefur verið í miða í dag og ljóst að mikil eftirspurn er eftir miðum í dalinn og ljóst að 140 ára afmælisveislan verður fjölmenn. Mjög vel er selt í ferðir Herjólfs til eyja á föstudeginum og frá eyjum á mánudeginum. Þeir sem vilja ferðast á þessum dögum til og frá eyjum er bent á að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða.