Aukið framboð af ferðum á föstudag og mánudag

 
 
Þjó­hátíðar­nefnd hef­ur samið við ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Vik­ing Tours um að selja ferðir til og frá Vest­manna­eyj­um um versl­un­ar­manna­helg­ina. Upp­selt er í Herjólf á föstu­deg­in­um og aðeins ör­fá­ir miðar eft­ir í síðustu ferð dags­ins kl. 23:00 um kvöldið. Þetta er 140. af­mælis­ár hátíðar­inn­ar og ljóst að stemn­ing­in fyr­ir þjóðhátíð er góð.

Þar sem Herjólf­ur virðist ekki anna eft­ir­spurn­inni mun Vik­ing Tours sigla til og frá Eyj­um á föstu­dag og mánu­dag hið minnsta, til að auka fram­boðið. Til greina kem­ur að siglt verði fleiri daga, en það kem­ur í ljós, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Bát­ur Vik­ing Tours tek­ur 100 manns og verða 3 ferðir til að byrja með, til Eyja á föstu­dag kl. 14, 16 og 18 og frá Eyj­um á mánu­dag kl. 11, 13 og 15. Ferðin mun kosta 3.500 kr.

Tón­list­ar­dag­skrá þjóðhátíðar í ár er vafa­lítið lokk­andi í eyr­um margra og kann að skýra eft­ir­spurn­ina. Meðal þeirra sem koma fram eru Quarashi, John Grant, Kal­eo, Jón Jóns­son, Retro Stef­son, Skálmöld, Páll Óskar, Mammút, Sál­in, Skon­rokk, Fjalla­bræður ásamt Sverri Berg­mann, Helga Björns og Jónasi Sig­urðssyni, Baggal­út­ur og Friðrik Dór og Emm­sjé Gauti.

Tekið af :http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/02/aukabatur_mun_ferja_a_thjodhatid/

 

 

Deila á facebook