Þar sem Herjólfur virðist ekki anna eftirspurninni mun Viking Tours sigla til og frá Eyjum á föstudag og mánudag hið minnsta, til að auka framboðið. Til greina kemur að siglt verði fleiri daga, en það kemur í ljós, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Bátur Viking Tours tekur 100 manns og verða 3 ferðir til að byrja með, til Eyja á föstudag kl. 14, 16 og 18 og frá Eyjum á mánudag kl. 11, 13 og 15. Ferðin mun kosta 3.500 kr.
Tónlistardagskrá þjóðhátíðar í ár er vafalítið lokkandi í eyrum margra og kann að skýra eftirspurnina. Meðal þeirra sem koma fram eru Quarashi, John Grant, Kaleo, Jón Jónsson, Retro Stefson, Skálmöld, Páll Óskar, Mammút, Sálin, Skonrokk, Fjallabræður ásamt Sverri Bergmann, Helga Björns og Jónasi Sigurðssyni, Baggalútur og Friðrik Dór og Emmsjé Gauti.
Tekið af :http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/02/aukabatur_mun_ferja_a_thjodhatid/