Kassabílarall á Þjóðhátíð 2014

Á laugardeginum á þjóðhátíð verður efnt til kassabílakeppni í Herjólfsdal

 Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6 til 14 ára og verður skipt í flokka eftir aldri. Keppendur fara einn hring í kringum tjörnina og má kassabíllinn aðeins vera knúinn af mannafli sem sagt annar aðilinn ýtir á meðan hinn stýrir.

 

Hér á hugvitið að ráða og verða verðlaun veitt fyrir hraðskreiðasta bílinn sem og þann frumlegasta.

 

Skráningu lýkur föstudaginn 25. júlí

 

Fyrir frekari upplýsingar og til þess að skrá kassabílinn ykkar, þá er hægt að hringja í Hildi í síma 864-4700 eða senda henni e-mail á netfangið [email protected]

 
 
Deila á facebook