Laugardagspassi

 
 
 Boðið verður upp á sér­staka laug­ar­dagspassa á Þjóðhátíð í Eyj­um þetta árið í sam­starfi við Voda­fo­ne þar sem innifal­inn er miði í dal­inn og ferðir með Herjólfi til Eyja á laug­ar­degi og til baka aðfaranótt sunnu­dags. 

Að sögn aðstand­enda hátíðar­inn­ar hafa sunnu­dagspass­ar verið vin­sæl­ir í gegn­um árin og því var ákveðið að bjóða einnig upp á þenn­an val­kost. Pass­inn mun kosta 14.420 krón­ur á mann í allt en einnig verður hægt að kaupa sig aðeins inn í dal­inn á 11.900 krón­ur (eingöngu við hliðið að Dalnum) en um tak­markaðan fjölda miða er að ræða. For­sal­an hefst á veg­um Voda­fo­ne 7. júlí en miðarn­ir fara svo í al­menna sölu miðviku­dag­inn 9 júlí.
Á laug­ar­deg­in­um spila Skon­rokk, Skíta­mórall, Mammút, Jón­as Sig­urðsson, John Grant og Quarashi svo gest­ir ættu að fá frá­bæra upp­lif­un af Þjóðhátíð án þess að þurfa að gista. 
 
http://www.mbl.is/monitor/frettir/2014/07/04/bjoda_laugardagspassa_a_thjodhatid_3/
Deila á facebook