Tvær hljómsveitir kynntar til leiks

Fyrstu tvær hljómsveitirnar sem kynntar eru fyrir Þjóðhátíð 2015 og  spila í dalnum eru FM Belfast og Amabadama.
 

Amabadama

Hin gríðarvinsæla hljómsveit Amabadama mun spila á Þjóðhátíð 2015 og mun það vera í fyrsta skipti sem hljómsveitin stígur á svið í Herjólfsdal.

Hljómsveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu í fyrra, Heyrðu mig nú sem inniheldur hið geysilega vinsæla lag Hossa hossa sem var tilnefnt sem lag ársins á íslensku tónlistarverðlaununum.  

Meðlimir hljómsveitarinnar eru Magnús Jónsson, Steinunn Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld sem var valinn söngkona ársins á íslensku tónlistarverlaununum.

FM Belfast

FM Belfast mun spila á Þjóðhátíð 2015 en það mun vera í fyrsta skipti sem hljómsveitin spilar á hátíðinni. Meðlimir hljómsveitarinnar eru  Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason.

FM Belfast var stofnuð árið 2005. Hljómsveitin hefur gefið út tvær breiðskífur, How to make friends sem kom út árið 2008 en á þeirri plötu má finna lagið Underwear sem hefur fengið yfir milljón áhorf á Youtube. Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar kom út árið 2011 en hún heitir Don‘t want to sleep.

 

 
Deila á facebook